... En sögur af megastjörnum eru farnar meira og meira að minna mig á goðsagnir. Við fáum að fylgjast með risi og falli þeirra, átökum og ástum, gjöfum og fórnum. Þær jafnvel taka til sín mannabörn og ala upp sem sín eigin líkt og sum goð hafa gert. Þau keppast innbyrðis um hver eru fallegust, sterkust og réttvísust. Þær eldast hægar en almenningur og sumar taldar eilífar; Elvis has not left the planet... Stjörnurnar eru okkar leiðarvísir í lífinu, kenna okkur rétt og rangt, hvernig ber að haga sér og líta út. Til þeirra er hægt að leita með hvaða vandamál sem er því þær vita og kunna allt. Ekkert okkar vill styggja stjörnu nema þá að hafa á bak við sig stærri stjörnu.
Zeus gæti verið að birtast okkur nú sem Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones væri þá Hera.
Angelina væri Tethys gift Oceanus sem þá væri Brad saman öldu þau upp hundruðir hálfguða.
Bush er tvífari Epimetheus etc. etc.
Og Tom Cruise er jú bara Tom Cruise ... að eilífu. Amen
Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli