miðvikudagur, apríl 18, 2007

Af frábæru heilbrigðiskerfi.

Úff. Ekki fór heimsókn mín á bráðamóttöku vel...

Frekar hrokafullur læknir sem tuðaði á því að hann hafi verið læknir í heil 30 ár (skelfileg tilhugsun) sagðist ekki þurfa að rannsaka mig frekar en að toga í nokkrar tær. Ég væri ekki með neina sjúkrasögu og það væri lágmark að byggja hana upp gegnum heimilislækninn sinn áður en maður færi að krefjast sjúkdómsgreiningar hjá sérfræðingum.

Lét svo gefa mér sprautu í bakið sem sló mig útí klukkutíma bara fyrir mig að vakna í sama sársauka. Var svo send heim með þau orð að ekki færu þeir að draga fram tæki eða brýna kuta við fyrstu heimsókn. Ég mætti þjást fram yfir helgi og þá gæti ég komið í aðra heimsókn.

Fyrir þetta borgaði ég 3.700 kr. Ekki orðalaust þó.

Semsagt komin aftur uppí rúm að drepast í bakinu. Get mig ekki hrært.

Held áfram að bryðja mín lyf í von um svefn og þakka Tom Cruise fyrir allt það góða fólk sem ég þekki sem getur komið mér í hendur sérfræðinga á morgun.

So much fyrir þetta frábæra heilbrigðiskerfi.

Ekki ætla ég að gera lítið úr frábæru starfi Siv Friðleifs þann stutta tíma sem hún hefur haft í heilbrigðisráðuneytinu. En ef hún færi ég varlega í háfleygar yfirlýsingar um gæði kerfisins þegar þetta er raunveruleiki allt of margra. Sérstaklega þeirra sem hafa ekki á náðir vina að leita til að kötta í gegnum bullshittið beint í greininguna.

Engin ummæli: