mánudagur, apríl 30, 2007

Skert ferðafrelsi.

Kastljósið í kvöld var svekkjandi fyrir tvennar sakir.

Í fyrsta lagi var svekkjandi að hlusta á Forsætisráðherra, og formann Sjálfstæðisflokksins, sitja fyrir svörum almennings. Hann svaraði manni með spurningar um örorkumat þannig að hann væri ný búinn að setja það í nefnd. Varð snúinn yfir spurningu frá ungri konu um hvað hann teldi mögulegt að gera til að létta skuldbyrði á ungu fólki sem væri að koma sér þaki yfir höfuðið. Geir fetti uppá nefið og sagði að það væri erfitt að alhæfa um slíkt aðstæður fólks væru jú mismunandi. En greiðslubyrðin hefði nú minnkað og svo kæmi þetta þegar verðbólgan minnkaði eins mætti lækka skatta. Eldri frú spurði hvort hann væri tilbúin að lifa á ellilífeyrinum sem hún fengi. Geir fettir aftur uppá nefið og segir snúinn að þetta sé nú klassísk spurning svona rétt fyrir kosningar... ef ég man rétt voru svo svör hans, þegar gengið var á hann, að þetta væri allt að koma. Þeir gleymdu þessu bara á síðustu vertíð.

Hitt sem svekkti mig var að allsherjarnefnd hefur brotið jafnræðisregluna. Umsókn tengdadóttur umhverfismálaráðherra Framsóknarflokksins, Jónínu Bjartmarz, um ríkisborgararétt er afgreidd úr nefndinni og send til samþykktar í Alþingi.

Og ástæðan fyrir undanþágu eftir 15 mánaða dvöl á námsmannaleyfi!? Jú skert ferðafrelsi stúlkunnar. Það er svo erfitt að þurfa að sækja um dvalarleyfi í hvert sinn sem á að koma til Íslands eftir að kærustuparið er farið í nám til Bretlands.

Á sama tíma fær drengur höfnun sem hefur búið hér frá 2001. Flutti hingað 15 ára gamall, á móður með íslenskan ríkisborgararétt og 5 systur sem búa á Íslandi. Hann hefur kannski ekki ætlað að skreppa til útlanda.

Hver ber mesta ábyrgð á þessu hneyksli? Er það ekki formaður allsherjarnefndar? Bjarni Benediktsson?

Nei. Sjálfstæðisflokkurinn kom ekki vel útúr Kastljósi kvöldsins. Ekki heldur þegar vextir voru bornir saman við aðrar þjóðir. Þeir komu ekki vel út og samt slepptu þeir að hafa yfirdráttarvextina með. Eitthvað sem er ótrúlegt í ljósi þess að það er oft eina lánið sem bankar vilja veita.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Beta! Ætla að reyna að muna að skella þessum link inn hjá mér.

Það væri mjög gaman að skella mörgum alþingismönnum á atvinnuleysisbætur og þá af fjölmörgum ástæðum... ;)

Hringbrautin sagði...

hehe, dálítið gömul færsla. Er sko að flytja allt gamla efnið yfir. Gleymt að breyta dagsetningu á þessari...