laugardagur, mars 08, 2008

Ekki stela 7000 kall...

... en endilega lemdu kerlingu.

Dómarinn sem dæmdi í máli vinkonu minnar er Guðjón St. Marteinsson. Hann dæmdi ofbeldismanninn hennar Julie Fischer, sem hefur í gær og í dag sagt sögu sína á stöð 2, í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að borga miskabætur uppá 150.000kr. Árið 2005 dæmdi sami dómari, Guðjón St. Marteinsson, mann sem dómurinn viðurkenndi að væri ekki heill á geðsmunum, til 45 daga fangelsis - fyrir að stela 7000 kalli!!!

Hvar er Guðjón St. Marteinsson staddur í dagatalinu? Ég spyr eins og Jónas - miðöldum? Jónas skrifaði sinn pistil 2005. Ekkert hefur gerst síðustu 2 ár. Dómar í ofbeldismálum eru jafn fáránlegir og lögregla og skasóknarar leggja sig enn í líma við að ná höndunum yfir lítilmagnana. Allt þetta þrátt fyrir að 2006 var samþykkt heimild í lögum til refsihækkunar vegna heimilisofbeldis. Er þetta í lagi?

Guðjón St. Marteinsson hefur enn ekki séð sér fært að senda Julie dóminn, hún fékk bara símhringingu frá lögfræðingnum sínum. Eins hefur dómurinn ekki verið birtur á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur.


Af bloggi Jónasar http://www.jonas.is/blogg

02.09.2005
45 dagar fyrir 7000 kr
Dómvenja í héraðsdómi er í mörgum tilvikum fráleit. Einkum skera í augu harðir dómar fyrir hnupl og vægir dómar fyrir ofbeldi. Nú síðast var maður, sem dómarinn viðurkenndi, að væri ekki heill á geðsmunum, dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að stela 7000 krónum. Er Guðjón St. Marteinsson dómari sjálfur staddur í miðöldum? Er enginn dómstjóri eða annað yfirvald í dómskerfinu, sem getur hrist upp í forstokkuðu dómaraliði? Þeir tímar eru liðnir fyrir nokkrum öldum, að hnupl var talinn verri glæpur en ofbeldi. Nú á tímum eiga 7000 króna hnuplarar heima í meðferð, ekki á Litla-Hraun

---------------------

Að lokum þetta:


4 ummæli:

Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Ótrúlega áhrifamikil auglýsing. Þyrftum að útbúa auglýsingaherferð af þessu tagi hérna heima.

Nafnlaus sagði...

god hugvekja thetta myndband. Sylvia

Nafnlaus sagði...

Maður hreinlega skilur ekki ósamræmið í þessum dómum. sá í fréttum í kvöld að einhverjir dómarar vilja orðið fá fjölmiðla fulltrúa fyrir dómskerfið til að útskýra fyrir almúganum af hverju dómar eru eins og þeir eru, þeir eru nefnilega fyrst að átta sig á því núna að almenningur hefur misst alla trú á Íslenskt dómskerfi.
Annars langaði mig bara að kasta á þig kveðju....er búin að klippa videóið mitt...rosa montinn.
Kveðja krumma.

Hringbrautin sagði...

Algjörlega. Og væri ekki réttara að vinna hörðum höndum við það að bæta kerfið - heldur en að eyða meira púðri í að réttlæta misræmið?

Til hamingju með vídeóið!