laugardagur, desember 31, 2005
Síðasta kvöldmáltíðin - á þessu ári!
Jæja þá er búið að borða hrygginn og með.
Pabbi, Logi og Birta í hátíðarskapi.
Sindri og Birta blása af krafti.
Birta hélt uppi stuði við borðið.
Logi kláraði allan matinn nema þann sem lenti í andlitinu á honum...
Sindri í banastuði...
...næstum jafn miklu og Logi.
Gleðilegt Nýtt Ár!!!!!!
Nýjustu fréttir
fimmtudagur, desember 29, 2005
Fréttir af Loga
mánudagur, desember 26, 2005
Jólaboð hjá ömmu og afa í Laugalæk
Jól á Hávallagötu
Aþena mætti með hreindýrahorn og Nemo í jólasveinabúning!
Í matinn var aspassúpa með hvítlauksbrauði, hamborgarahryggur með sósu kartöflum, baunum, gulrótum og rauðrófum þar sem það var óvart keypt í staðinn fyrir rauðkál. Og svo var sítrónufrómas með súkkulaði, jarðaberjum, vínberjum og mandarínum í eftirrétt.
Svo voru teknir upp pakkar og mikið af þeim og var mikið fjör á þessum bæ.
Á jóladagsmorgun var afslöppuð stemming.
Before and after
Þá erum við loks komin í netsamband aftur eftir fluttning inná Hávallagötuna.
Þetta hafa verið framkvæmdirnar svona meira og minna.
Svona var eldhúsið:
Og svona er eldhúsið núna:
Við rifum alla veggi og arininn - fengum inn alveg geggjaða eldhúsinnréttingu sem nær alveg yfir húsið og engir efriskápar. Inní gatið þarna eiga að koma hillur og draumurinn er að í framtíðinni getum við fengið okkur ísskáps-skúffur og þá fer þessi stóri ísskápur og þar kæmi vinnuborð og efriskápar þeim megin.
Svona var stofan:
Og svona er stofan núna:
Aftur allir veggir rifnir og á gólfið er kominn yndislegur linolium dúkur sem fór á allt húsið
- bara hör og olía undir löppunum á okkur!
Svona var baðherbergið:
Svona er baðherbergið núna:
Við rifum skápa út og færðum hurðina á baðherbergið bjuggum til sturtuklefa úr skápunum og færðum bæði klósett og bað og vask. Vaskborðið er eins og eldhúsinnréttingin, bara aðeins ódýrari útfærsla. Við eigum eftir að flísaleggja framan á baðið en það má ekki fyrr en við erum viss um að ekkert leki...
Þetta hafa verið framkvæmdirnar svona meira og minna.
Svona var eldhúsið:
Og svona er eldhúsið núna:
Við rifum alla veggi og arininn - fengum inn alveg geggjaða eldhúsinnréttingu sem nær alveg yfir húsið og engir efriskápar. Inní gatið þarna eiga að koma hillur og draumurinn er að í framtíðinni getum við fengið okkur ísskáps-skúffur og þá fer þessi stóri ísskápur og þar kæmi vinnuborð og efriskápar þeim megin.
Svona var stofan:
Og svona er stofan núna:
Aftur allir veggir rifnir og á gólfið er kominn yndislegur linolium dúkur sem fór á allt húsið
- bara hör og olía undir löppunum á okkur!
Svona var baðherbergið:
Svona er baðherbergið núna:
Við rifum skápa út og færðum hurðina á baðherbergið bjuggum til sturtuklefa úr skápunum og færðum bæði klósett og bað og vask. Vaskborðið er eins og eldhúsinnréttingin, bara aðeins ódýrari útfærsla. Við eigum eftir að flísaleggja framan á baðið en það má ekki fyrr en við erum viss um að ekkert leki...
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Logi og laktósið
Logi er miklu betri af exeminu - þegar hann vaknaði í morgun var það að mestu horfið. Hann hefur ekki fengið neina mjólk núna í sólarhring. Hafragrauturinn með soyjamjólk og vanillu fannst honum afskaplega góður eins og má sjá á þessari mynd.
Picasa
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)