laugardagur, desember 31, 2005

Síðasta kvöldmáltíðin - á þessu ári!


Jæja þá er búið að borða hrygginn og með.


Pabbi, Logi og Birta í hátíðarskapi.

Sindri og Birta blása af krafti.

Birta hélt uppi stuði við borðið.

Logi kláraði allan matinn nema þann sem lenti í andlitinu á honum...

Sindri í banastuði...

...næstum jafn miklu og Logi.

Gleðilegt Nýtt Ár!!!!!!

Nýjustu fréttir

mamma, Birta og Logi fóru að versla í matinn meðan Sindri og pabbi versluðu flugelda sem Birta er nú byrjuð að skjóta á loft og er ferlega ánægð með sig... Hér er mikið fjör en Sindri sést lítið því hann og strákarnir í götunni eru að búa sig undir kvöldið!

fimmtudagur, desember 29, 2005

Fréttir af Loga


Logi samkjaftar ekki. Hann hefur svo mikið að segja.
Talar og talar og talar og hefur bara merkilega hluti að segja frá.
Við hin hlustum með andugt.

Máni kom í heimsókn


Hann er bara svo skemmtilegur og fallegur...

Bræðurnir sá elsti og sá yngsti

Logi og Athena metast


Athena hefur enn vinninginn!

mánudagur, desember 26, 2005

Jólaboð hjá ömmu og afa í Laugalæk


Sindri, Birta, Anna og Máni við snæðing.


Guðmundur Alex nælir sér í síld.


Amma Ólöf og Ólöf frænka við hlaðborðið.


Karl Ómar afi, Guðmundur og pabbi hella brennivíninu.


En Logi vildi bara vera hjá mömmu og nennti ekki þessu myndastússi.

Og hér er Birta komin heim, himinlifandi með nýja húsið.

Jól á Hávallagötu


Aþena mætti með hreindýrahorn og Nemo í jólasveinabúning!
Í matinn var aspassúpa með hvítlauksbrauði, hamborgarahryggur með sósu kartöflum, baunum, gulrótum og rauðrófum þar sem það var óvart keypt í staðinn fyrir rauðkál. Og svo var sítrónufrómas með súkkulaði, jarðaberjum, vínberjum og mandarínum í eftirrétt.
Svo voru teknir upp pakkar og mikið af þeim og var mikið fjör á þessum bæ.

Á jóladagsmorgun var afslöppuð stemming.




Before and after

Þá erum við loks komin í netsamband aftur eftir fluttning inná Hávallagötuna.
Þetta hafa verið framkvæmdirnar svona meira og minna.

Svona var eldhúsið:


Og svona er eldhúsið núna:


Við rifum alla veggi og arininn - fengum inn alveg geggjaða eldhúsinnréttingu sem nær alveg yfir húsið og engir efriskápar. Inní gatið þarna eiga að koma hillur og draumurinn er að í framtíðinni getum við fengið okkur ísskáps-skúffur og þá fer þessi stóri ísskápur og þar kæmi vinnuborð og efriskápar þeim megin.


Svona var stofan:


Og svona er stofan núna:


Aftur allir veggir rifnir og á gólfið er kominn yndislegur linolium dúkur sem fór á allt húsið
- bara hör og olía undir löppunum á okkur!

Svona var baðherbergið:



Svona er baðherbergið núna:



Við rifum skápa út og færðum hurðina á baðherbergið bjuggum til sturtuklefa úr skápunum og færðum bæði klósett og bað og vask. Vaskborðið er eins og eldhúsinnréttingin, bara aðeins ódýrari útfærsla. Við eigum eftir að flísaleggja framan á baðið en það má ekki fyrr en við erum viss um að ekkert leki...



fimmtudagur, júlí 28, 2005

Logi og laktósið


Logi er miklu betri af exeminu - þegar hann vaknaði í morgun var það að mestu horfið. Hann hefur ekki fengið neina mjólk núna í sólarhring. Hafragrauturinn með soyjamjólk og vanillu fannst honum afskaplega góður eins og má sjá á þessari mynd.
Picasa