Enn einn pósturinn um lúsafaraldur í skólanum.
"Lús hefur gert vart við sig í skólanum.Vinsamlega fylgist með hári barna ykkar og annarra fjölskyldumeðlima.
Til að finna út hvort viðkomandi hefur smitast af höfuðlús þarf að kemba hárið með lúsakambi."
Ohhhh á ég að nenna þessu? Eftir lúsafaraldurinn mikla í Svíþjóð fyrir nokkuð mörgum árum, þegar bláeygu kjánarnir föttuðu ekki að öll fjölskyldan var grálúsug fyrr en ein risastór hoppaði ofan á morgunblaðið, hefur ekki borið á þessari óværu. Samt eru allir grandskoðaðir og kembdir í hvert skipti sem tilkynning kemur.
Svo klukkan hálf tíu, ákvað ég að ekki væri hægt að svíkjast undan þessu. Allir á leið í háttinn. Æ, kannski bara í fyrramálið - það er ekkert þarna. En nei, best er illu aflokið.
Tók telpuna og byrjaði að kemba. Með Idolið á til að hafa eitthvað annað að gera í leiðinni.
Æ, það er ekkert í hausnum á þessu barni.
Bíddu er þetta flasa? hmmmmm.
Hvernig lítur lúsaregg út?
Er það svona svartur sandur við hársrótina?
Er þetta ekki bara svifrykið? Jú, þetta er svifrykið.
Afhverju ertu að klóra þér svona krakki? Hættu þessu klóri.
Ha? Þetta er... hmmm.... veit ekki.
Hringja í 84 og ræða hvað og hvernig þetta lítur út áður en það verður ofvaxið og hoppar.
Dj..... ands..... hel..... Nei, Nei, Nei, bölvað já.
AAAARRRRRGGGGGHHHHHH.
Lúsarsjampó - allur pakkinn. Sjóða. Frjósa. Henda.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli