föstudagur, mars 02, 2007

Með lífsmarki.

Ég vil byrja á því að biðja alla tvo blogg-aðdáendur mína afsökunar. Þetta innlegg er eingöngu til að sýna lífsmark.

Átti yndislegan dag í gær. Fyrir utan vinnu og eyðslu í IKEA fór ég í þriggja ára afmæli og fékk bestu köku sem ég hef smakkað lengi. Fór svo á frumsýningu Killer Joe í Borgarleikhúsinu. Unnur og Bjössi eru sigurvegarar kvöldsins í gær. Leiksigur. Snillingar og villingar.

Þoli ekki pjúrítanska klámhunda. Óþolandi gelt. Íslenskt lýðveldi og réttarríki í hættu vegna þess að hótel sagði upp bókun. Jamm og já. Málfrelsi og tjáningarfrelsi í hættu af því fólk lét í sér heyra. Ætli málfrelsinu sé best borgið með að allir þegi!? Kona spyr sig.

Stundaði kynlíf fyrir hádegi í dag og á von á meira slíku yfir helgina. (Just in case Sigmundur Ernir skyldi vera að lesa bloggið mitt...) Þetta kynlíf var bara nokkuð gott. Kom mér á óvart.

En nú aftur í vinnuna. Hvar væri íslensk kvikmyndagerð stödd án mín? Ha?

Engin ummæli: