miðvikudagur, maí 09, 2007

Af umönnun barna.

Það er mikilvægt að annast börnin sín. Já.

Ég er barn foreldra minna. Þau annast mig vel. Súpervel. Ég er sátt.

Ég er nýflutt í gamalt yndislegt húsnæði. Eldhúsið samt búið að vera í klessu og ég á Pollýönnunni var bara sátt af því nú kæmi ekkert í veg fyrir að ég tæki eldhúsið í gegn í lok sumars.

Nú get ég gleymt því.

Foreldrar mínir hafa verið í heimsókn hjá mér síðustu daga. Búa í Falsterbo.DSC01898

Hér er mynd frá pallinum í Falsterbo. Hún er tekin síðasta sumar. Þarna eru Pabbi, Faruk, Hermann bróðir, Linda systir og Martin að njóta góða veðursins.

Síðan mamma og pabbi komu hefur verið dekrað við mig. Það liggur við að bíði eftir mér heitur matur. Það er séð um þvotta og þrif. Búið að dytta að hinu og þessu. Hengja upp gardínur, gera við ljós, festa lausar innstungur.

Í morgun kvaddi ég foreldra mína og fór til vinnu. Skildi þau alein eftir heima.

Svo kom ég heim eftir að hafa keypt fars í kvöldmatinn og pikkað upp börnin sem ég á, elska og annast. Á móti mér tóku súper foreldrar mínir. Ég er barnið þegar í sama herbergi og þau.

Þá er pabbi búinn að tengja uppá nýtt ljósið í eldhúsinu. Því var áður bara stungið í samband og ekki langt frá því var live rafmagnsnúra sem stóð útúr vegg og tilheyrði áður ljósi undir skápum. Pabbi og mamma sýna mér hvernig pabbi tengdi þetta saman og nú er ljósið komið á slökkvara. Búið að setja bekk utan um snúruna sem liggur við gluggann svo hún blasi ekki ljót við þeim sem inn ganga....

P1000923 Og ég stari og stari og dáist endalaust af því hvað þetta geri rosalega mikið fyrir eldhúsið. Og barasta ótrúlegt og barasta ha!? Þá rennur upp fyrir mér að foreldrar mínir voru búnir að mála eldhúsið. Ég ætla að segja þetta hægt....

ÞAU VORU BÚIN AÐ M Á L A!

Nú gerist ekkert í þessu eldhúsi næstu 7 árin. Það er nefnilega fínt eins og það er.

Og svona má nú aldeilis annast börn eins og mig.

P1000551Svona leit eldhúsið út. Þetta er mynd sem ég tók eftir að vera búin að rífa niður eftirskápana.

Takið sérstaklega eftir rafmagnskaplinum sem stendur útúr veggnum til vinstri á myndinni.

Ég var að sjálfsögðu búin að þrífa og setja upp eldhús sem virkaði.

En gula klessan eftir ónýta efri skápa var þarna enn og átti að minna mig á að ég þyrfti að setja kraft í að taka eldhúsið í gegn.

Er ferlega skotin í Rafha eldavélinni.

Og hér má sjá hvað gerist ef kona skilur foreldra sína eftir eftirlitslausa.

P1000918

Allt hvítt og fínt og enginn rafmagnssnúra úr veggnum.

Það er gott þegar foreldrar annast börnin sín. Sérstaklega þegar barnið er ég.
Svei mér þá ef allir ættu ekki að eiga svona foreldra. Lífið væri svo miklu einfaldara.

Nú er hann Máni að fara að flytja í nýja íbúð sem hann var að kaupa sér. Eins gott að ég taki mig á og rétti úr þessu nú bogna bólgna baki.
Svona svo ég, mamma hans, geti annast hann jafnvel.


Og munið svo að kjósa Samfylkinguna. Við verðum að fella ríkisstjórnina.

Engin ummæli: