föstudagur, maí 11, 2007

Viðrar vel til kosninga.

Í fyrramálið skelli ég og mínum í sparifötin og við fáum okkur göngutúr niðrí bæ til að kjósa.

Mér er afar annt um atkvæðið mitt. Það er mitt peð í pólitískri refskák.

Ég óska þess að allir hugsi sig vel um áður en atkvæðið er stimplað. Skoðið stefnumál og fyrri gerðir stjórnarflokkanna. Vegi og meti. Ekki hvað rausað er fyrir kosningar. Heldur hverju hafa viðkomandi áorkað.

Ég veit að það gerir kosninguna ekki auðveldari, en það gerir hana svo sannarlega mikilvægari.

Ný eða gömul ríkisstjórn kemur ekki til með að kollvarpa einu eða neinu. Himnar hrynja ekki og samfélagið á enn eftir að dafna.

Það er eingöngu spurning um hvar fókusinn á að liggja.

Það vantar jafnvægi að mínu mati. Sami fókus í of langan tíma veldur þröngsýni. Við verðum að vera duglegri að skipta um fókus. Annars skapast of mikið misrétti.

En þegar breyta á fókus er líka mikilvægt að skoða hvaða áhrif atkvæðið getur haft. Breytir það fókus ef atkvæði er skilað til flokks sem litlar líkur eru á að nái inn þingmanni!?

Ekki að mínu mati. Heldur þvert á móti.

Hugsum okkur vel um og svo aftur og kjósum svo með góðri samvisku.

XS


Engin ummæli: