sunnudagur, maí 06, 2007

Gullbikarinn heim.

Hann Sindri minn var að keppa í breiki í dag. Það var mikið fjör í Fylkishúsinu í Árbænum þar sem saman var kominn rjóminn af breikdönsurum landsins.

Sindri hefur verið að æfa breik í Kramhúsinu með Natasha.

Það var frábær stemming. Sindri keppti í einstaklingskeppni byrjenda og svo í hópkeppni.

Hópurinn hans fékk 3. sætið og vitið þið barasta...... hann vann einstaklingskeppnina.

Þannig að þetta er montblogg.

P1000909Hér er hann með bikarinn sem er farandbikar. Hann fær að hafa hann í eitt ár. Nafnið hans verður grafið í bikarinn.

Mikið rosalega er ég stolt af honum Sindra súper breikara.

Hér eru nokkrar myndir í viðbót frá Árbænum.

P1000870 Hér fylgjast Sindri, Birta og Logi með öðrum keppendum.

Ég á engar ljósmyndir af sjálfri keppninni. Tók hana bara upp á vídeó...

Logi og Birta sýndu alla réttu taktana og aldrei að vita nema nöfn þeirra P1000875lendi á bikarnum góða í framtíðinni.P1000874 Kæmi mér ekki á óvart.

Engin ummæli: