mánudagur, febrúar 11, 2008

Góður dagur í dag

Átti yndislegan dag í dag. Ekki síst því ég hitti gamla vinkonu. Loksins.
Við vorum bestu vinkonur Björk og ég. Gerðum allt saman. Ég keypti ekki í matinn án þess að ráðfæra mig fyrst við hana. Svo gerist það sem stundum gerist, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, að við fjarlægðumst og misstum síðan alveg sambandið.

Ég flutti líka erlendis sem hefur örugglega spilað inní þetta sambandsleysi. Og það var svo gaman að hittast aftur og reyna að ná utanum allt það líf sem er liðið síðan síðast. Hvernig er hægt að missa svona gott samband!?

Björk er alvöru töffari. Hefur alltaf verið. Leður og mótorhjól er minningin um hana. Alltaf hugrökk og alltaf til í allt. Þannig man ég Björk best. Og hún er enn að; fjallaferðir, fjórhjól og mótorhjól. Og silfursmíði - ég bíð spennt eftir myndum af silfurverkunum!

Og mamma - Björk biður að heilsa!


Hér er mynd af krúttunum mínum. Máni og Sindri sleppa með skrekkinn í þetta skipti. Ég myndi aldrei gera þeim það að kalla þá krútt. Mhhhuuuhhhhaaa


Það er alveg ljóst af englasvipnum sem Loga tekst að setja upp að hann er fæddur leikari...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Beta mín...takk fyrir gærdaginn,það var alveg frábært að hitta þig og rifja upp gömul kynni og nú má þetta ekki klikka svona aftur....höldum í gömul kynni og búum til enn meiri minningar.Þú ert góð vinkona.Knús

Nafnlaus sagði...

Já það er gaman að endurvekja gömul kynni. Fólk er svo dásamlegt ekki satt?

Hringbrautin sagði...

Garún knús! Til hamingju með afmælið!? Fólk er dámsamlegt í Singstar!?
Björk. Ekki séns að detta út aftur. LOL