laugardagur, febrúar 16, 2008

Broddi í heimsókn!


Hann Broddi kom heim með Loga. Broddi býr á Ægisborg og skemmtir sér þar með krökkunum. Hverja helgi fær hann að fara heim með einhverju barninu. Og þá verða mamma eða pabbi að skrifa dagbók fyrir Brodda. Lýsa öllu því skemmtilega sem gerðist yfir helgina. Jamm eins gott að liggja ekki í leti.



Ég hef sjaldan séð hamingjusamara barn en Loga þegar hann sagði mér að Broddi kæmi með okkur heim. Broddi er knúsaður og fær líka að leika með löggubílinn. Það er gulur bíll og öskrar á ímyndaða glæpamennina á þýsku þegar ýtt er á rauðan takka. Svo blikka náttúrulega blá ljós. Broddi er með gleraugu og það var mikið mál fyrir Loga að fá að prófa þau. Harry Potter hvað?

Logi er enn mikið fyrir að taka ljósmyndir. Þessa tók hann í gær og ég held hún eigi eftir að verða í miklu uppáhaldi hjá mér. LOL

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Elísabet mín.

Ohhh.. Flottar myndir. Þetta eru meiriháttar flottar myndir inná síðunni þinni hérna. Þú ert svo snjöll að taka myndir ásamt öðrum í fjölskyldunni.

Ég er bara á bloggvina rúntinum og ákvað að kíkja í heimsókn hérna til þín og skilja eftir mig smá spor. Ég er að hlusta á lagið "Ekki" með Sálinni hans Jóns míns núna. SNILDDAR lag.

En heyrðu hafðu það alveg rosalega gott þangað til að ég commenta næst. Þetta er flott síða hjá þér elsku krúttið mitt, "mammsan" mín og góð hjartaða konan. Hafðu það rosalega gott.

Knús á þig og þína.

Bestu kveðjur.

Koss á kinn.

Valgeir.

Nafnlaus sagði...

Harry Potter hvað!!!

Sammála.

nú fer ég bráðum að kíkja í heimsókn, finn það á mér, svo upptekin í ba-ritgerð,

Nafnlaus sagði...

Æi bara krúttlegt og takk elskan fyrir umhyggjuna,sjáumst fljótlega