sunnudagur, febrúar 10, 2008

Besta súpa í heimi

Halló! Var barasta að búa til bestu súpu í heimi!
Best að kalla hana vetrasúpu - yndisleg orka og hiti í kroppinn! :)



6 kartöflur
1 blaðlaukur
1 laukur
hvítlaukur eins og þið þolið (ég notaði 3 rif)
skvetta af góðri olíu
1 lítir af vatni
3 lárviðarlauf
1 kúfuð matskeið af gerlausum grænmetiskrafti
gróft salt & nýmalaður pipar

Þurrsteikt beikon
heitar speltbollur

Hreinsið skrælið og sneiðið grænmeti & lauk
Steikið mjúkt í olíu
Setjið vatnið útí ásamt lárviðarlaufum, grænmetiskrafti og klípu af grófu salti.
Látið malla í 20 mín.

þurrsteikið beikonið
Maukið súpuna, piprið
Skammtið í skál og skreytið með beikoninu
Best með volgri grófri spelt bollu

Unaður!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Namm! Þetta lítur vel ú, sérstaklega að mauka hana. Verði þér að góðu!

Nafnlaus sagði...

Maður fær sér súpu í staðinn fyrir kynlíf, bíddu afhverju sagði ég kynlíf... æ skiptir ekki, en best ég eldi bráðum kjötsúpu. þessi hljómar vel.

Nafnlaus sagði...

takk fyrir kveðjuna.

Nafnlaus sagði...

enginn nema þú getur bloggað um súpu og ullarsokka og tré sem æða inn til manns, þú gerir allt svo merkilegt.