laugardagur, febrúar 16, 2008

Hvers eigum við að gjalda?



Hún Birta mín er tölvunörd. :) Hefur mikið gaman af alskyns tölvuleikjum. Sérstaklega á netinu.

Í kvöld hafði hún frétt, líklegast hjá jafnöldrum sínum, að leikjanet.is væri aðal leikja síðan. Mikið rétt. Einhverjir "vænir menn" eru að halda úti leikjasíðu hvers aðalmarkhópur virðist vera börn.


Common. Maður þarf ekki háskólapróf; markhópurinn er mjög greinilega börn. Og samt verið að tengja inná síður sem eru einbeitt að bera klámfengið efni að börnum. Ég veit að þessi umræða hefur komið upp áður og "vænu mennirnir" aumkað sér og sagst enga ábyrgð bera. Þeir séu bara að linka inná aðra erlendar síður. En ég kaupi ekki svoleiðis búllshit.



Hér er leikur, barnaleikur, að hlaðast inn. Önnur auglýsingin er kvenmannsrassi þrýst uppí loft meðan einhverju hvítu sæðiskenndu, þó aðeins of þykku, efni er sprautað yfir hann. Hin er stúlka sem hangir aftur fyrir sig, heldur í súlu með brjóstin út. Takið sérstaklega eftir Disney fígúrunum, Hello Kitty og fleiri teiknimyndum sem raðast hringinn í kring. Það eru leikirnir sem börnin eru að reyna að komast í.

Af hverju er verið að halda þessum kvenímyndum að börnum? Hverjum er hagur af því að börn venjist slíkum ímyndum og þyki þær jafnvel eðlilegar? Þeir sem sjá framtíðar klámkúnna í börnunum? Skiptir ekki megin máli hvað tekur við þegar smellt er á auglýsingarnar, þær standa einar alveg nógu "vel" fyrir sínu.

Ég veit að margir vilja, í þroskaleysi sínu eða perraskap, meina að það sé ekkert að þessum myndum - börn sjái verri hluti jafnvel í sjónvarpsauglýsingum. Fyrir utan alla ofbeldisdýrkunina sem er að finna í öllum miðlum. En það er þunnur þrettándi að verja illan gjörning með öðrum jafn slæmum.

Það er athyglisvert að á meðan softpornóið stendur eru merkingar leikjanets hvergi að finna, en þegar niðurhali líkur - pammpúmm - birtist guli borðinn.
Er leikjanet með þessu að verja sig fyrir því að þessu verði klínt uppá sig. Móðir spyr sig.
Sjö voru að spila leikinn samkvæmt upplýsingum leikjanets.

Ég er komin uppí háls með alla diplómasíu og bugt. Það er ótrúlegt að skotleyfi sé gefið á börn og það síðan foreldra að verja þau árásum. Eru þá börn hvers foreldrum stendur á sama, eðlilegur fórnarkostnaður? Hverslags samfélag er það? Hverjir græða á slíku samfélagi? Ekki börnin.

Ekki bætir skap mitt að hafa þurft að horfa á lögfræðing s...a á sig í Kastljósinu. Sveinn Andri Sveinsson vogaði sér að gefa í skin að fórnarlamb nauðgunar á Hótel Sögu hafi, þó á pappír líti út fyrir að hún hafi gengið í gegnum helvíti, verið glottandi í vitnaleiðslum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi m......a, Sveinn Andri, leyfir sér að mæta í fjölmiðla og s...a kærendur út. Af hverju er ekki búið fyrir löngu að tæta þennan mann í sig!? Hann er fullkomlega sið...s. Hann endurtekið b....r siðareglur lögmanna. Er hann undanþegin þeim?
(lýsingarorð fjarlægð - því ekki vil ég verða til þess að gera Svein Andra ríkari en hann er! ;))

AAARRRRGGGHHHH hvað það er gott að pústa yfir fávitum sem fá að vaða uppi. En í alvöru. Það þarf að fara að gera eitthvað alvarlegt í þessu. Það þarf fólk sem þorir og getur staðið uppí hárinu á þeim. Annars vaða þeir áfram yfir okkur á skítugum skónum. Ojbjakk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elísabet, þú ert yndisleg, ég er í losti yfir þessum leikjanet.dóti, þetta er ólýsanlega sjokkerandi,

hvar er sakleysið,

og þessi Andri, hvaða rugl er þetta, hvaða rugl er þetta.

e.jök

katrín anna sagði...

Já þetta er ekki í lagi... siðmenntað þjóðfélag...?! hahaha