laugardagur, júlí 19, 2008

Ronald Bjarki

Galdrakarl.

sunnudagur, júní 22, 2008

Langalangamman.



Fallega, yndislega barnabarnið með langalangömmu. Svo fín saman.

föstudagur, júní 20, 2008

Allir á völlinn!

Stelpurnar okkar spila á móti Slóveníu á morgun. Ekki missa af frábærlega spennandi leik. Koma svo og hvetja stelpurnar okkar!!!!! Á morgun tryggja þær sér sæti í úrslitakeppni EM, en aðeins með góðum stuðning okkar.

Og svo skæruliðinn. Hann blómstrar. Hér er faðir og sonur. Krútt.

mánudagur, júní 16, 2008

Haldið ykkur fast!

Ég er orðin amma! Alvöru amma! Fæddur er drengur Daggrósar og Þorsteins Mánason, 13 merkur og 51 cm. Algjör dúlla.

Yndislegur. Til hamingju Ísland!
Ferðasögur frá Jemen seinna. :)

laugardagur, júní 14, 2008

föstudagur, maí 30, 2008

Sanaa

Er lent i Sanaa. Lifid er dasamlegt og hitastigid lika. Ekki nema 3 tima mismunur a klukkunni - thad er 2 tima mismunur a klukkunni hja ykkur, mamma og pabbi. Hef enn ekki sett upp slaedu og ollum verid sama. Eg held ad aettarharid se ekki ad valda neinum usla. Kannski halda their ad hofudhar mitt se einhverskonar hufa...

Er buin ad svamla i lauginn vid hotelid og aetla nu inni borgina. Geggjad.

miðvikudagur, maí 28, 2008

Jemen - hér kem ég.


Er lögð af stað til Jemen. Og Jórdaníu. Þúsund og ein nótt í tvær vikur. Jibbý.
Hægt er að fylgjast með ferðinni á síðunni hennar Jóhönnu.

Flýg; Reykjavík - Frankfurt - Amman - Sanaa - Amman - London - Reykjavík fyrir utan að þeysast um eyðimerkur Jemen á jeppum og eitt stk. innanlandsflug. Yndislega yndislegt.

Hafið það gott á meðan.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Bloggstífla

Ég veit að amma og afi í Falsterbo vilja meira blogg - en phúhe. Ég er bara með bloggstíflu og upptekin í brakedansandi bílagjörningum... En hér nokkrir punktar.

Helgin búin að vera fín. Fór aftur á sjöund í Þjóðminjasafninu - það er svo gaman að fá sér kaffi þar með krakkana. Skoða sýningarnar og leika útí góða veðrinu.



Síðan fórum við á Kjarvalsstaði þar sem útskriftarsýning LHÍ er haldin. Frábær staður Kjarvalsstaðir og flott sýning.

Mest hafði ég gaman af aktivistaverkinu þar sem í boði var losun á hverju sem er; áhyggjum, áhyggjuleysi, erfiðum ákvörðunum etc. Allt á visa-raðgreiðslum.
Iðnhönnunardeildin sló í gegn hjá mér. Til hamingju frú Sigríður með frábæra deild.
Logi og Birta hlupum um garðinn og skemmtu sér konunglega.

Birta var ekki hrifin af sýningu vídeólistaverka. Bara ógeðslegir alsberir karlar og kerlingar, eins og hún orðaði það. Ég varð sjálf fyrir vonbrigðum með þann hluta sýningarinnar. Nekt var þar í nokkrum verkum, en ofboðslega klisjukennd. Nakti karlinn var með rassinn í okkur, klaufalegur og umkomulaus í snjónum, meðan nakta kerlingin í öðru verki var með kynferðislega tilburði litaða af klámvæðingunni. Ég hef oft sagt það og segi það enn; nekt er afskaplega vandmeðfarin og mikilvægt að muna þau hughrif sem hún vekur hjá okkur sem erum vön henni úr hinu almenna rými. Ef það á að nota hana í listrænum tilgangi verður að hugsa aðeins út fyrir boxið. Ef deila á notkun nektar í hinu almenna rými er lítið gagn í að nota sömu birtingarmyndina; þá verður hún aldrei annað en samdauna hinum myndunum. Fyrir mig vantaði allt pointið í þessa nekt.

Að öðru.

Ég er búin að taka ákvörðun; ég er hætt að versla við lágvöruverðsverslanir. Versla minn fisk í fiskbúðum, mitt kjöt í Melabúðinni og rest í Kjötborg.

Og vitið þið hvað; það verður ekkert mikið dýrara. Ég versla alveg ótrúlega mikinn óþarfa í lágvöruverðsverslununum og oftast allt of mikið af mat sem endar með að skemmast heima. Það er vegna þess að ég legg ekki á mig slíka verslunarferð oftar en 2-3 í mánuði. Verð pirruð og stressuð í því umhverfi og innan um starfsmenn sem fátt vita um vörur og þjónustu viðkomandi verslunar.

Í Kjötborg nýt ég þess að fara á hverjum degi. Yndislegt fólk, kaupmenn sem maður er í beinum samræðum við og getur haft áhrif á vöruval.
Það eru lífsgæði fólgin í því að eiga kaupmann á horninu og fá að njóta þeirrar hverfismenningar sem það skapar. Hvet alla til að endurskoða innkaup sín og ath. hvort ekki sé gróði í því að styrkja sinn kaupmann.

laugardagur, apríl 05, 2008

Ævintýri dagsins.

Mér tókst að kom mér upp myspace síðu. Ógisslega gaman að hanna hana en nú er ég að missa áhugann á síðunni aftur. Ætli þetta sé vandamálið? Að mér byrjar að leiðast of fljótt???

Alla vega - annað áhugamál er að spila knighthood á Facebook - how lame is that? Það er Stefáni Karli að kenna. Algjörlega. :(

Búin að vera eitthvað fúllynd undanfarið. En það breyttist aðeins útí sólinni í dag.

Ég vildi óska að ég væri meira eins og Birta. Hún eyddi deginum í að útskýra hvernig allt yrði fallegra þegar hún gengi fram hjá - og ég er alveg sammála henni.

Fékk kaffiheimsókn og nokkur kjaftatarnarsímtöl.

Fórum á opnun Sjöundar í Þjóðminjasafninu - vel þess virði að fara og skoða. Fá sér svo kaffi og smók í sólinni fyrir utan... ;)
Fókus er verk á sýningunni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mig langar í.

Svo skelltum við okkur á Horton í Háskólabíó. Yndisleg heimspeki fyrir börnin. Ég er enn að velta því fyrir mér hvort veran í myndinni sem átti 96 dætur og einn son, og sonurinn átti að verða borgarstjóri eins og pabbinn..., var ádeila. Að eiga 96 dætur og sonurinn sem var dvergvaxinn og þunglyndur var sá eini sem gat tekið við af föður sínum hlýtur eiginlega að vera ádeila!? Allavega myndin er yndisleg.

Svo eyddum við smá tíma í að rúlla niður brekkuna hjá Þjóðarbókhlöðunni. Mikið fjör.
Heima klæddi Logi sig upp sem Rauðhetta og Birta var grýlan, hún vildi það frekar en að vera úlfur þannig að við breyttum ævintýrinu aðeins. Svo vildi Logi vera Spiderman en fannst engin ástæða til að skipta um búning. Flottasti Spiderman sem ég hef séð :).

Nú allir sofnaðir og á morgun kemur nýr dagur. Over and out.

föstudagur, apríl 04, 2008

Undarlegar þessar eðlilegu skýringar...

Þessi frétt í DV fær mig til að staldra við.
hmmmm. Ætli þetta sé algeng meðferð á vistmönnum stofnanna?

Konan var vistmaður á stofnun

Lögregla leitaði í dag að bifreið sem stöðvaði á Sæbrautinni seinnipartinn í dag. Það vakti ahygli vegfarenda að kona sást kasta sér út úr bílnum, rétt eftir að bíllinn staðnæmdist.

Héldu margir að til handalögmála hafi komið milli konunnar og ökumannsins og fékk sú kenning byr undir báða vængi þegar annar maður steig út úr bílnum og henti henni inn aftur.

Að sögn lögreglu á atvikið sér eðlilegar skýringar. Konan var vistmaður á stofnun og mennirnir tveir sem voru með henni í bílnum starfsmenn hennar.



laugardagur, mars 29, 2008

Upprisin.

Ég er búin að vera með flensu. Bhuhu. En nú er ég upprisin. Þá er bara að vinna upp tímann sem fór í höfuðverk og hita. Vinna vinna vinna. Luvit.

Allir eru að vinna verðlaun í kringum mig. Elísabet Jökuls vann meira að segja tvö og önnur voru Rauða hrafnsfjöðrin eins og merk kona hafði faktískt spáð fyrir hér á blogginu.... ;)

Vera Sölvadóttir vann líka verðlaun. Hún fékk AIFA verðlaunin sem besti ný skandínavíski kvikmyndagerðarmaðurinn. Húrra fyrir báðum þessum snillingum. :)

Annað og hryllilegra og sorglegra -
Ég get ekki látið vera að pósta þessu vídeói. Svo skelfilega sorglegt að fólk beiti börn ofbeldi eða horfi aðgerðarlaust á. Við megum aldrei láta slíkt óáreitt. Og dómar eiga svo sannarlega að endurspegla alvarleika slíks ofbeldis. En mikilvægast er að byggja upp samfélag sem kemur í veg fyrir að ofbeldi á barni geti viðgengist án viðeigandi íhlutunar. Samfélagið ber ábyrgð á öllum börnunum sínum.

laugardagur, mars 15, 2008

Er þetta fucking ögrun...

Maður sem hrindir við öðrum manni sem er að áreita kærustu hans fær sama dóm og Pétur Heiðar Þórðarson fékk fyrir að berja höfði vinkonu minnar ítrekað, með miklu afli, utan í vegg. Fórnarlambið (sic) fær dæmdar sömu miskabætur og hún Julie. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki í lagi með hann Pétur Heiðar. En hef satt að segja miklu, miklu meiri áhyggjur af héraðsdómurum reykjavíkur. Ég held að við þurfum virkilega að rífa allt þetta kerfi niður til að geta byggt upp nýtt og heilbrigt kerfi. Þetta er ekki í lagi.

mynd
af visi.is

Er einhver til í að giska hvað þarf marga fjölmiðlafulltrúa til að sýna okkur fram á að það sé eitthvað réttlátt samhengi í þessum dómum!?

föstudagur, mars 14, 2008

Hugsanleg lausn...

... á óréttinu sem felst í dómum ofbeldismanna og níðinga er þá hver? - Að ákæra mæður þeirra?

Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.

Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á anditi hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.

Kennarinn stefndi bæði stúkunni og Seltjarnarnesbæ fyrir hönd skólans vegna slyssins. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms segir, að stúlkan, sem var nýorðin 11 ára þegar þetta gerðist, hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu bendi til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri.

Þá segir í dómnum, að ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennarann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína. Á hinn bóginn hafi henni mátt vera ljóst, að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli væri hættuleg og hún hlyti að gafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér. Því beri stúlkan skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans.

Skólinn var sýknaður af kröfu um skaðabætur þó að matsmaður hafi talið að klemmivörn á hurðinni hafi ekki komið í veg fyrir að hún skall á höfði kennarans. Dómurinn taldi hurðina uppfylla öryggiskröfur í lögum.

af mbl.is

Hvernig getur móðir borið ábyrgð á barni meðan það er í skólanum? Erum við virkilega að senda börnin okkar ábyrgðarlaus í skólann?

Ekki verður þessi dómur til að enduruppbyggja trú mína á dómskerfið. Hvað ætli taki marga fjölmiðlafulltrúa til að fá okkur til að skilja þennan dóm?

þriðjudagur, mars 11, 2008

Persónuleg árás.

Ég mun héðan í frá taka allri kvenfyrirlitningu sem persónulegri árás. Og bregðast við henni sem slíkri. Sem kona hafna ég því að hægt sé að réttlæta kaup á mér. Sem skinsöm manneskja hafna ég því að kynlífsfantasíur réttlæti ofbeldi á konum.

mánudagur, mars 10, 2008

Vilji er allt sem þarf.

Það var flott að sjá þessar sterku konur sem heimsóttu Mannamál í gærkveldi, þær Hlíf og Bergrúni.

Við verðum að fara að aflétta skömminni af fórnarlömbum heimilisofbeldis. Það er þeirra að bera höfuðið hátt og ofbeldismannanna að taka við skömminni. Það var sú ímynd sem ég fékk af þessum konum; með höfuðið hátt, í dag frjálsar en ofbeldismenn þeirra eiga enn eftir að taka út opinbera skömm og alveg bannað að nafngreina þá. Ef þessar flottu konur gerðu það ætti þær yfir höfði sér þyngri dóma en þessir kallar nokkur tímann fyrir ofbeldið sem þeir beittu þær árum saman. Þetta er réttlæti íslenska dómsvaldsins í dag. Ekki mitt réttlæti.

Konurnar í Mannamáli skipta mig miklu máli; þær ganga í fararbroddi og ryðja vegin fyrir fleiri og fleiri konur til að stíga fram og segja sögu sína.

Jón Steinar steig líka fram. Sjálf sá ég ekki ljómann í því. Eigum við, svona til að byrja með, að samþykkja það slæmt að dómari eigi erfiðara með að hlusta en að tala!? Af hverju var hann þá að sækja í dómara starfið?

Ég veit heldur ekki hvað þarf marga fjölmiðlafulltrúa til að réttlæta misréttið innan dómstóla landsins. Dómarar hafa svosem heldur ekkert verið þegjandi. Á vef dómstólanna má finna greinar sem er ætlað að réttlæta væga dóma í kynferðisbrota- og ofbeldisdómum. Réttlætingin er í hnotskurn sú að dómurum ber skilda að fara eftir lögum, reglum og hefðum og við hin skiljum þetta barasta ekki.

Nei, ég skil það ekki. Ég kaupi það ekki heldur. Vilji er allt sem þarf og þrátt fyrir breytingar á lögum undanfarin ár hefur vilji dómstólana til að tileinka sér auknar heimildir til refsihækkunar í ofbeldismálum sýnt sig lítill sem enginn.

Væri ekki nær að vinna hörðum höndum við að bæta þetta gallaða réttarkerfi okkar heldur en að eyða meira púðri í að réttlæta óréttlætið. Kona spyr sig.

Nú er það ekki þannig að ég sé eitthvað sérstaklega refsiglöð. Finnst t.d. alls ekki að börn eigi að sitja í fangelsi, sama hver glæpurinn er. -ólíkt þeim herrum sem sitja í forsvari dómsmála í dag.

En ég tel það nauðsynlegt að dómar yfir fullorðnu fólki endurspegli alvarleika glæpsins.

laugardagur, mars 08, 2008

Ekki stela 7000 kall...

... en endilega lemdu kerlingu.

Dómarinn sem dæmdi í máli vinkonu minnar er Guðjón St. Marteinsson. Hann dæmdi ofbeldismanninn hennar Julie Fischer, sem hefur í gær og í dag sagt sögu sína á stöð 2, í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að borga miskabætur uppá 150.000kr. Árið 2005 dæmdi sami dómari, Guðjón St. Marteinsson, mann sem dómurinn viðurkenndi að væri ekki heill á geðsmunum, til 45 daga fangelsis - fyrir að stela 7000 kalli!!!

Hvar er Guðjón St. Marteinsson staddur í dagatalinu? Ég spyr eins og Jónas - miðöldum? Jónas skrifaði sinn pistil 2005. Ekkert hefur gerst síðustu 2 ár. Dómar í ofbeldismálum eru jafn fáránlegir og lögregla og skasóknarar leggja sig enn í líma við að ná höndunum yfir lítilmagnana. Allt þetta þrátt fyrir að 2006 var samþykkt heimild í lögum til refsihækkunar vegna heimilisofbeldis. Er þetta í lagi?

Guðjón St. Marteinsson hefur enn ekki séð sér fært að senda Julie dóminn, hún fékk bara símhringingu frá lögfræðingnum sínum. Eins hefur dómurinn ekki verið birtur á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur.


Af bloggi Jónasar http://www.jonas.is/blogg

02.09.2005
45 dagar fyrir 7000 kr
Dómvenja í héraðsdómi er í mörgum tilvikum fráleit. Einkum skera í augu harðir dómar fyrir hnupl og vægir dómar fyrir ofbeldi. Nú síðast var maður, sem dómarinn viðurkenndi, að væri ekki heill á geðsmunum, dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að stela 7000 krónum. Er Guðjón St. Marteinsson dómari sjálfur staddur í miðöldum? Er enginn dómstjóri eða annað yfirvald í dómskerfinu, sem getur hrist upp í forstokkuðu dómaraliði? Þeir tímar eru liðnir fyrir nokkrum öldum, að hnupl var talinn verri glæpur en ofbeldi. Nú á tímum eiga 7000 króna hnuplarar heima í meðferð, ekki á Litla-Hraun

---------------------

Að lokum þetta:


fimmtudagur, mars 06, 2008

Stolt og reið!

Ég er afar stolt af henni vinkonu minni. Það var viðtal við Julie Ficher í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ég vona að hún verði öðrum konum fyrirmynd og að þær sem verða fyrir ofbeldi - sama af hvaða toga - láti í sér heyra.

Ég veit að margar treysta sér ekki í það, því fyrir liggja oft hótanir ofbeldismannsins. Ég held við þurfum að fara að passa betur uppá hvort annað. Löggjafinn og dómsvaldið eru ekki að sjá til þess að við fáum lifað við það öryggi sem við eigum skilið. Af einhverjum ástæðum vilja þeir sem flesta ofbeldismenn útá götu. Konur, Karlar og Börn, þurfa að þola það að þessi lýður fær skell á handarbakið og gengur síðan glottandi frá hverjum glæpnum á eftir öðrum. Löghlýðnir borgara, greiðandi okkar skatta og opinber gjöld - eigum við þetta virkilega skilið?

Mér finnst það hneisa að ekki er búið að birta dóminn hennar Julie. Hef heyrt kjaftasögur um að viðkomandi dómari birti ekki dómana sína - til að vernda málsaðila.... í þessu tilfelli er hann allavega ekki að vernda hana Julie. Hún er afar opinská með það sem kom fyrir hana.

Sjálf hélt ég að dómurum bæri að birta dómana. En kannski er viðkomandi dómari bara að hreinskrifa ...

Annar dómur féll í dag. Þar var ungur maður dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg sem olli tannbroti. Og tæplega 150.000 kr. miskabætur voru dæmdar brotaþola, sem byt the way er karlmaður og hafði stuttu fyrir hnefahöggið gripið í klof vinkonu þess sem sló. - Áhugavert.

Undirstrika að ég er á móti öllu ofbeldi, en afleiðingar þess að kýla tönn úr karlmanni eru áhugaverðar í ljósi þeirra dóma sem eru að falla vegna ofbeldis á konum.

Ekki einn dómari hefur nýtt sér þyngingarákvæðið sem var lögleitt árið 2006; „Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni.“

Ekki einn dómari!! Þeir eru samt glaðir að týna allt til sem má nota til refsilækkunar; reitti hann til reiði, hún byrjaði... - nema þegar ráðist hefur verið á menn vegna þess að þeir réðust gegn kynfrelsi kvenna. Dómurinn í dag bendir til þess og dómurinn sem ég linkaði á í athugasemdakerfinu á síðasta póst. Þar er það ofbeldismaður Julie sem var kýldur niður eftir að hafa gerst illa ágengur við konu honum alls ókunnuga.

Það er líka áhugavert að skoða þessa tvo nefnda dóma, þar sem karlmenn verða fyrir árás, því í þeim fer lítið fyrir því að ákærði eigi alltaf að njóta vafans. Eitthvað sem er hamrað á þegar menn eru ákærðir fyrir nauðganir eða sifjaspell.

Skilaboð löggjafans til karlmanna eru skýr; það má misþyrma konum en vogið ykkur ekki að leika einhverja riddara og vaða til að verja þær þegar aðrir karlmenn brjóta gegn þeim. Þá er okkur að mæta. Amen.

Undirstrika að ég tel réttarkerfið ekki sinna hagsmunum mínum og annarra kvenna. Það er mikilvægt að við krefjumst aðgerða núna, að þingmenn og ráðherrar beiti sér í þessu máli í dag. Ég ætla ekki að fara að gleypa við hugsanlegum kosningaloforðum rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Tími til bóta er NÚNA! Mun dæma ykkur í næstu kosningum eftir gjörðum ykkar í dag.

Þangað til búið er að forma réttarkerfi sem sinnir hagsmunum allra þjóðfélagsþegna held ég að við ættum að setja upp okkar eigin dómstól. Jamm. Held það sé næst á dagskrá.

laugardagur, mars 01, 2008

Það er ódýrt að misþyrma konu.

Í gær féll dómur í máli þar sem maður er kærður fyrir að misþyrma vinkonu minni. Hann barði hana í spað. Hún lenti inná sjúkrahúsi. Fyrir utan líkamleg og andleg sár varð hún fyrir fjárhagslegu tjóni þar sem hún var ekki vinnufær í nokkurn tíma eftir ofbeldið.

Og í gær féll dómurinn. Hann er dæmdur sekur. Það er viðurkennt að hann hafi misþyrmt vinkonu minni og valdið henni tjóni. Hann fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og gert að greiða henni 150.000 kr.

Ánægja okkar er ekki mikil. Okkur er samt tjáð að þetta sé mikill sigur. Það hefðu ekki brotnað nein bein og eins líklegt að hann yrði ekki dæmdur sekur. Mikill sigur.

Mér er pínu óglatt. Ef vinkona mín hefði verið kall og annar kall, hefði á netinu eða á riti, kallað hana rasista, geðveika eða fallna hefði hún fengið bætur sem hefðu dekkað tekjutapið sem hún varð fyrir vegna barsmíðanna.

Ég gef skít í þetta kerfi. Það er ekki að vernda hagsmuni mína eða annarra kvenna. Virðing mín fyrir því er engin og ég mun ekki hlíta boðum þess. Ég ætla að treysta á sjálfa mig, vinkonur mínar og skapa mitt eigið kerfi. Over and out.

föstudagur, febrúar 29, 2008

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Mustang

Snillingarnir í BB&BLAKE með nýtt myndband fyrir Mustang. Vera og Maggi eru bara flottust; I'm taking the car....

Check out this video: Mustang




Makalaust!

Greinilega makalaus samkoma hjá netþjónabúinu við Keflavíkurvöllinn...

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Nostalgía

ókey. Þetta er sérstaklega fyrir ömmur og afa ...
Ég hélt ég hefði týnt þessu vídeói, en þá hef ég einhvertímann sett það á youtube (clever me), og fann það aftur núna.

Þetta er Birta 3-4 ára að syngja. Og hún söng alltaf frumsamið... Ekkert sérstaklega góð myndgæði enda tekið á síma ef ég man rétt.
Er ég í krúttkasti - ójá. "Ég vil bara elska mína..."

mánudagur, febrúar 25, 2008

Bitch Is The New Black

Tina Fey segir allt sem segja þarf!

Uppfærsla; NBC fer um netið og hreinsar burt allar ólöglegar upptökur af efni frá þeim. Hægt er að nálgast innslag Tinu Fey hér í boði NBC!






föstudagur, febrúar 22, 2008

Femínínskar mínútumyndir!



5 ára - mikið rosalega líður tíminn hratt!
Allir að taka þátt. Flestir eiga vídeóvél og auðvelt að komast í klippiforrit. Fá lánaðan makka hjá næsta ættingja eða vin ef maður á hann ekki sjálfur. ;) Svo er bara að næla í góða hugmynd sem er alltaf erfiðasti partur verksins. :)
Koma svo!

ps. smellið á myndina og þá stækkar (ferlega flotta og sniðuga) auglýsingin og hægt að lesa hana auðveldlega.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

I'm taking the car!

BB&BLAKE leika fyrir dansi, á uppsveiflukvöldi Monitors á Organ, í kvöld ásamt Appledog frá Barcelona. Kvöldið byrjar kl. 21. Frítt inn.

Fleiri góðar fréttir eru að Garps og Ingunnardóttir er fædd. Jibbí.

lögin einskins virði.

Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar komist endalaust upp með það að hundsa lögin. Ef þeim finnast þau fáránleg, eða barn síns tíma, þá bara sleppa þeir að hlýða þeim.

Nú hef ég alltaf verið hrifin af borgaralegri óhlýðni þegar berjast á gegn ólögum. En þingmenn og ráðherrar eru þeir menn sem þykjast hafa burði til að setja okkur lögin. Og gera kröfur um að við förum eftir þeim. Ekki eru þeir góð fyrirmynd.

Hvar eru lagabreytingartillögurnar hans Birkis Jóns? En nei hann nennir ekki að standa í svoleiðis vinnu!? Hann bara tekur þátt í því að brjóta lögin - af því bara.

Birkir Jón og félagar hans í flokknum verja hann með því að hann hafi í raun ekki verið að brjóta lögin því hann hafi ekki haldið fjárhættuspilið né haft atvinnu af því... En er greinilega í góðum tengslum við lögbrjótana ekki satt!? Væri þá í góðu lagi fyrir þingmann að sitja partý þar sem allir félagar hans væru að sprauta sig með heróíni - bara ef það væri ekki heima hjá honum og hann fengi sér ekki neitt sjálfur!? Hvenær hættir það að vera í lagi að taka þátt í lögbroti? Þá meina ég auðvitað fyrir kjörna fulltrúa þessa lands. Því það gilda greinilega ekki sömu reglur fyrir þá.

Svo hundskast maðurinn á þingmannalaununum örugglega til að skila vinningnum áður en einhver getur krafist þess að dómur falli. Og þykist ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessu meir.

Ekki þarf neinn að segja af sér. Nei, hefðin býður þessu fólki að sitja sem fastast og halda áfram að veltast um í eigin hroka, fáum til góðs.

Af hverju á fólk sem stendur frammi fyrir fáránlegum lögum að hlíta þeim? Fólk sem ekki er í jafn góðri stöðu, og þingmenn og ráðherra, til að fá ólögum breytt.

Ég ætla að skella mér í það að brjóta nokkur ólög - Gæti fengið mér góða jónu eða talað í farsíma í bílnum eða bara farið og fengið endurskoðandann minn til að ofmeta kostnað. common sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er (sic).

Allar skemmtilegar lögbrotshugmyndir vel þegnar.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Nærmynd

Sko mína. Komin í nærmynd.
Hvet allar konur að skrá sig og sín fyrirtæki hjá kvennaslóðum.
Koma svo!

laugardagur, febrúar 16, 2008

Broddi í heimsókn!


Hann Broddi kom heim með Loga. Broddi býr á Ægisborg og skemmtir sér þar með krökkunum. Hverja helgi fær hann að fara heim með einhverju barninu. Og þá verða mamma eða pabbi að skrifa dagbók fyrir Brodda. Lýsa öllu því skemmtilega sem gerðist yfir helgina. Jamm eins gott að liggja ekki í leti.



Ég hef sjaldan séð hamingjusamara barn en Loga þegar hann sagði mér að Broddi kæmi með okkur heim. Broddi er knúsaður og fær líka að leika með löggubílinn. Það er gulur bíll og öskrar á ímyndaða glæpamennina á þýsku þegar ýtt er á rauðan takka. Svo blikka náttúrulega blá ljós. Broddi er með gleraugu og það var mikið mál fyrir Loga að fá að prófa þau. Harry Potter hvað?

Logi er enn mikið fyrir að taka ljósmyndir. Þessa tók hann í gær og ég held hún eigi eftir að verða í miklu uppáhaldi hjá mér. LOL

Hvers eigum við að gjalda?



Hún Birta mín er tölvunörd. :) Hefur mikið gaman af alskyns tölvuleikjum. Sérstaklega á netinu.

Í kvöld hafði hún frétt, líklegast hjá jafnöldrum sínum, að leikjanet.is væri aðal leikja síðan. Mikið rétt. Einhverjir "vænir menn" eru að halda úti leikjasíðu hvers aðalmarkhópur virðist vera börn.


Common. Maður þarf ekki háskólapróf; markhópurinn er mjög greinilega börn. Og samt verið að tengja inná síður sem eru einbeitt að bera klámfengið efni að börnum. Ég veit að þessi umræða hefur komið upp áður og "vænu mennirnir" aumkað sér og sagst enga ábyrgð bera. Þeir séu bara að linka inná aðra erlendar síður. En ég kaupi ekki svoleiðis búllshit.



Hér er leikur, barnaleikur, að hlaðast inn. Önnur auglýsingin er kvenmannsrassi þrýst uppí loft meðan einhverju hvítu sæðiskenndu, þó aðeins of þykku, efni er sprautað yfir hann. Hin er stúlka sem hangir aftur fyrir sig, heldur í súlu með brjóstin út. Takið sérstaklega eftir Disney fígúrunum, Hello Kitty og fleiri teiknimyndum sem raðast hringinn í kring. Það eru leikirnir sem börnin eru að reyna að komast í.

Af hverju er verið að halda þessum kvenímyndum að börnum? Hverjum er hagur af því að börn venjist slíkum ímyndum og þyki þær jafnvel eðlilegar? Þeir sem sjá framtíðar klámkúnna í börnunum? Skiptir ekki megin máli hvað tekur við þegar smellt er á auglýsingarnar, þær standa einar alveg nógu "vel" fyrir sínu.

Ég veit að margir vilja, í þroskaleysi sínu eða perraskap, meina að það sé ekkert að þessum myndum - börn sjái verri hluti jafnvel í sjónvarpsauglýsingum. Fyrir utan alla ofbeldisdýrkunina sem er að finna í öllum miðlum. En það er þunnur þrettándi að verja illan gjörning með öðrum jafn slæmum.

Það er athyglisvert að á meðan softpornóið stendur eru merkingar leikjanets hvergi að finna, en þegar niðurhali líkur - pammpúmm - birtist guli borðinn.
Er leikjanet með þessu að verja sig fyrir því að þessu verði klínt uppá sig. Móðir spyr sig.
Sjö voru að spila leikinn samkvæmt upplýsingum leikjanets.

Ég er komin uppí háls með alla diplómasíu og bugt. Það er ótrúlegt að skotleyfi sé gefið á börn og það síðan foreldra að verja þau árásum. Eru þá börn hvers foreldrum stendur á sama, eðlilegur fórnarkostnaður? Hverslags samfélag er það? Hverjir græða á slíku samfélagi? Ekki börnin.

Ekki bætir skap mitt að hafa þurft að horfa á lögfræðing s...a á sig í Kastljósinu. Sveinn Andri Sveinsson vogaði sér að gefa í skin að fórnarlamb nauðgunar á Hótel Sögu hafi, þó á pappír líti út fyrir að hún hafi gengið í gegnum helvíti, verið glottandi í vitnaleiðslum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi m......a, Sveinn Andri, leyfir sér að mæta í fjölmiðla og s...a kærendur út. Af hverju er ekki búið fyrir löngu að tæta þennan mann í sig!? Hann er fullkomlega sið...s. Hann endurtekið b....r siðareglur lögmanna. Er hann undanþegin þeim?
(lýsingarorð fjarlægð - því ekki vil ég verða til þess að gera Svein Andra ríkari en hann er! ;))

AAARRRRGGGHHHH hvað það er gott að pústa yfir fávitum sem fá að vaða uppi. En í alvöru. Það þarf að fara að gera eitthvað alvarlegt í þessu. Það þarf fólk sem þorir og getur staðið uppí hárinu á þeim. Annars vaða þeir áfram yfir okkur á skítugum skónum. Ojbjakk.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Hlustið á mömmu!



Þetta er ég þegar ég fæ ekki flúið í vinnuna. ;)

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

barnasykur

Smá dúllukast. Eins og með öll börn eru þessi líka best í hófi... ;)

mánudagur, febrúar 11, 2008

Henda ábyrgð yfir öxl, eins langt frá sér og hægt er.


Aumingja Vilhjálmur. Hann er bara mannlegur og þess vegna lenti hann í því að ráðfæra sig við forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur en ekki Borgarlögmann. Og þess vegna lenti hann líka í því að lesa ekki skjöl og týna minnismiðum, verða tvísaga og þrísaga; auðvita alltaf með hag borgarinnar fyrir brjósti (sílíkon?)
Þess vegna sér Vilhjálmur enga ástæðu til að láta sig hverfa úr borgarpólitíkinni. Hann er sko mannlegur með öxl.
Jórunn Frímannsdóttir segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins standa þétt á bak við Vilhjálm. Það að þeir hafi verið ósýnilegir á bak við hann í dag, og flúið bakdyra- eða kjallaramegin út og ekki viljað ræða við fréttamenn, var bara svo Vilhjálmur ætti einn sviðið. Ógeðslega fyndið. Næstum krúttlegt.

Vilhjálmur og þeir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem fjölmiðlar náðu í rassinn á, telja að hann, borgarstjórinn fyrrverandi og tilvonandi, hafi axlað sína ábyrgð. Ég er ekkert rosalega hissa.

Þetta er sama fólkið og taldi Árna Johnsen hafa axlað sína ábyrgð um leið og hann slapp frá Kvíabryggju. Sama fólkið og hljóp til handa og fóta, þegar Forsetinn var frá, og veittu brekkusöngleysunni uppreista æru. Aldrei heyrðist Árni harma þann mannlega brest sinn að ræna verðmætum frá almenningi eða sjá eftir því. Fannst hann jafnvel hafa átt þetta smáræði skilið fyrir að hafa haft hag annarra svona mikið fyrir sama brjósti og Vilhjálmur. Samt dálítið fúll að hafa verið staðinn að verki. Hann bara lenti í því eins og Vilhjálmur.

Þetta virðist vera flokkslínan. Eða kannski frekar flokksskilningur á hugtakinu "að axla ábyrgð"? Ég held nefnilega að hópur innan Sjálfstæðisflokksins haldi að það að axla ábyrgð sé að henda ábyrgðinni yfir öxl, eins langt frá sér og hægt er og horfa ekki eftir hvar hún lendir.



Er það ekki bara Eyþór sem hefur þurft, svona í alvöru, að axla ábyrgð á gjörðum sínum!? Missti stöðu sína innan flokksins eftir ölvunarakstur, fór í meðferð og er að endurmeta sjálfan sig. Það kalla ég virðingarvert. Okkur getur jú öllum orðið á. Það er bara þetta að axla ekki ábyrgð sem er svo óheiðarlegt. Jú, jú Sigurður Kári missti ökuskírteinið í eitt ár. En ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af þingsætinu eða endurmeta sjálfan sig. Gat bara haldið áfram að tala fyrir áfengi í matvörubúðum og láta eins og ekkert hafi í skorist.
Kommon. Sjálfstæðisflokkurinn tók Gunnari Örlygssyni, frá Frjálslyndum, fagnandi þegar hann var búinn að hefja þingmennsku sína með því að sitja af sér helminginn af 6 mánaða dóm fyrir nótulaus viðskipti, skattsvik og ölvunarakstur. Þá var hann skírður inní flokkinn.

Axlar maður ábyrgð með því að sitja af sér fangelsisdóm? Missa ökuskírteini? Neita að segja af sér? Ætli ég geti þá axlað ábyrgð á feitri skattaskuld með því að hella mér útí pólitík - eða hætt í líkamsrækt. Mhhhhuuuhhahaaa.

Allavega. Vilhjálmur telur þetta eingöngu snúast um að hann þurfi að endurvinna traust borgarbúa - aumingja Villi. Hann ætti kannski að taka út nokkra veikindadaga.

p.s. Áhugaverð skrif eftir Reyni Traustason. Tilhugsunin um þetta valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins veldur mér ógleði. Þorgerður Katrín og Hanna Birna bera af flestum öðrum flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins og líklegast þær einu sem geta komið honum á þurrt.

A touch of punk



Camden Town is burning down! Alveg finnst mér hún yndisleg. Alvöru rokkari with a touch of punk. Óþekk.
Dansararnir eru tær snilld. Her Blake!? Romeó og Júlía 21 aldarinnar!?

You Know I'm No Good

Meet you downstairs in the bar and heard
Your rolled up sleeves in your skull t-shirt
You say what did you do with him today?
And sniff me out like I was Tanqueray

Cause you're my fella, my guy
Hand me your stella and fly
By the time I'm out the door
You're tear men down like Roger Moore

I cheated myself
Like I knew I would
I told ya, I was trouble
You know that I'm no good

Upstairs in bed, with my ex boy
He's in the place, but I can't get joy
Thinking on you in the final throes, this is when my buzzer goes

Run out to meet your chips and pitter
You say we married, 'cause you're not bitter
There'll be none of him no more
I cried for you on the kitchen floor

I cheated myself
Like I knew I would
I told ya, I was trouble
You know that I'm no good

Sweet reunion, Jamaica and Spain
We're like how we were again
I'm in the tub you on the sink
Lick your lips as I soak my feet

Then you know this little carpet burn
My stomach drop yeah and my guts churn
You shrug and it's the worst
Who truly stuck the knife in first

I cheated myself like I knew I would
I told ya I was trouble, you know that I'm no good
I cheated myself, like I knew I would
I told ya I was trouble, you know that I'm no good

Rehab

They tried to make me go to rehab
I said no, no, no.
Yes I been black, but when I come back
You wont know, know, know.

I ain’t got the time
And if my daddy thinks im fine
He’s tried to make me go to rehab
I wont go, go, go.

I’d rather be at home with ray
I ain’t got 70 days
Cos there’s nothing, nothing you can teach me
That I can't learn from Mr. Hathaway

Didn’t get a lot in class
But I know it don’t come in a shot glass

They’re tryin to make me go to rehab
I said no, no, no
Yes I been black, but when I come back
You wont know, know, know.

I aint got the time,
And if my Daddy thinks im fine,
He’s tried to make me go to rehab,
I wont go, go, go.

The man said, why you think you here?
I said, I got no idea
Im gonna, im gonna loose my baby
So I always keep a bottle near

Said, I just think you’re depressed
Kiss me, yeah baby
And go rest

I’m tryin to make me go to rehab
I said no, no, no
Yes I been black, but when I come back
You wont know, know, know

I don’t ever wanna drink again
I just, ooo, I just need a friend
Im not gonna spend 10 weeks
Have everyone think im on the mend

It’s not just my pride
It’s just til these tears have dried

They’re tryin to make me go to rehab
I said no, no, no
Yes I been black, but when I come back,
You wont know, know, know

I aint got the time,
And if my daddy thinks im fine
He’s trying to make me go to rehab
I wont go, go, go.

Góður dagur í dag

Átti yndislegan dag í dag. Ekki síst því ég hitti gamla vinkonu. Loksins.
Við vorum bestu vinkonur Björk og ég. Gerðum allt saman. Ég keypti ekki í matinn án þess að ráðfæra mig fyrst við hana. Svo gerist það sem stundum gerist, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, að við fjarlægðumst og misstum síðan alveg sambandið.

Ég flutti líka erlendis sem hefur örugglega spilað inní þetta sambandsleysi. Og það var svo gaman að hittast aftur og reyna að ná utanum allt það líf sem er liðið síðan síðast. Hvernig er hægt að missa svona gott samband!?

Björk er alvöru töffari. Hefur alltaf verið. Leður og mótorhjól er minningin um hana. Alltaf hugrökk og alltaf til í allt. Þannig man ég Björk best. Og hún er enn að; fjallaferðir, fjórhjól og mótorhjól. Og silfursmíði - ég bíð spennt eftir myndum af silfurverkunum!

Og mamma - Björk biður að heilsa!


Hér er mynd af krúttunum mínum. Máni og Sindri sleppa með skrekkinn í þetta skipti. Ég myndi aldrei gera þeim það að kalla þá krútt. Mhhhuuuhhhhaaa


Það er alveg ljóst af englasvipnum sem Loga tekst að setja upp að hann er fæddur leikari...

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Besta súpa í heimi

Halló! Var barasta að búa til bestu súpu í heimi!
Best að kalla hana vetrasúpu - yndisleg orka og hiti í kroppinn! :)



6 kartöflur
1 blaðlaukur
1 laukur
hvítlaukur eins og þið þolið (ég notaði 3 rif)
skvetta af góðri olíu
1 lítir af vatni
3 lárviðarlauf
1 kúfuð matskeið af gerlausum grænmetiskrafti
gróft salt & nýmalaður pipar

Þurrsteikt beikon
heitar speltbollur

Hreinsið skrælið og sneiðið grænmeti & lauk
Steikið mjúkt í olíu
Setjið vatnið útí ásamt lárviðarlaufum, grænmetiskrafti og klípu af grófu salti.
Látið malla í 20 mín.

þurrsteikið beikonið
Maukið súpuna, piprið
Skammtið í skál og skreytið með beikoninu
Best með volgri grófri spelt bollu

Unaður!

laugardagur, febrúar 09, 2008

Blessuð með fegurð...


.. og algjörlega Botox - frí. :)
Ekki bara af því að þú baðst um það. LOL

Botox hættulegt

Viðvörun frá FDA.


Hinir vinsælu hrukkubanar, Botox, og Myobloc eru nú taldir hafa valdið alvarlegum skaða og jafnvel dauða. Allt rakið til botulisma.

Bæði Botox og Myobloc nota botulinum eiturefni, sem stöðva taugaviðbrögð til vöðva í líkamanum og gera þá þannig slaka.

Vandamálið er að eiturefnið getur farið víðar en akkúrat þar sem því er sprautað inn, jafnvel farið að lama vöðva sem við notum t.d. til öndunar og/eða til að kyngja mat.

Verstu hliðarverkanirnar hafa komið upp hjá börnum sem hafa verið sprautuð með efninu, flest með einhverskonar taugakippi og flog sem verið er að reyna að draga úr.

Þótt framleiðendur Botox hafi staglast á því að börn með taugakippi og flog séu að fá miklu stærri skammt en fólk sem er að losa sig við hrukkur, hafa heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum bent á að skýrslur berist um allskyns hliðarverkanir frá fólki sem er að fá efnið af ýmsum ástæðum.

Viðvörunin kemur í kjölfar kröfu neytendasamtaka um að auka viðvaranir á efninu, til lækna og fólks sem er að velta því fyrir sér að fá því sprautað í sig. Kröfunni til stuðnings fylgdu yfirlýsingar frá 180 sjúklingum sem sitja eftir með vökva í lungum, erfiðleika við að kyngja og lungnabólgu. Einnig voru tiltekin 16 dauðsföll sem rakin eru til inntöku Botox.

Allir þeir sem fá sprautað í sig eiturefninu Botox, verða strax að hafa samband við lækni ef þeir upplifa vandræði við að kyngja eða anda. Eða ef þeir fá vandræði með tal eða finna slaka í einhverjum vöðvum í líkamanum.

Best væri að aldrei, ALDREI, koma nálægt þessu efni. Njóta þess að eldast með virðingu.

Verðbréf í Shares Allergan Inc., sem framleiða Botox, féllu um meira en 6 prósent sama dag og amerísk yfirvöld sendu út viðvörunina föstudaginn í síðustu viku.


föstudagur, febrúar 08, 2008

Veðrið versnar


Þegar trén eru að reyna að komast inn til manns og flóð í götunni,
hvað er þá betra en góðir ullarsokkar (sem eru að sjálfsögðu prjónaðir af henni Júdithömmu) og ljúft ullarteppi ?

Kannski heitt kakó? Já, ég ætla að hita mér svoleiðis.
Sindri er fastur heima hjá honum Daða vini sínum. Ætli hann endi ekki með að þurfa að sofa þar fyrst veðrið nær ekki hámarki fyrr en um miðnætti!? Nógu slæmt er það núna.

Leikhúsferð, bollur og stormur.


Um síðustu helgi fórum við í Þjóðleikhúsið og sáum Skilaboðaskjóðuna. Börnin skemmtu sér konunglega. Þegar aðspurð um hvað hefði verið skemmtilegast sagði Birta orðrétt; "Mér fundust söngvarnir hennar Möddumömmu bera af, þeir voru allir svo fallegir." Hvað mín er orðin fullorðin.

Tók þessar myndir í leikhúsinu á símann minn.

Logi lifði sig svo inní sýninguna. Og hann lærði nýtt orð; gryfja. Honum fundust tónlistarmennirnir í gryfjunni spennandi.

Það er sorglegt hvað leikhús er dýr skemmtun fyrir börn. Ég með minn hóp fer ekki undir 10.000 kallinn fyrir eina leikhúsferð. Það væri ekki amalegt að tekið væri upp kerfi, ekki ólíkt frístundarkortunum, sem tryggði að hvert barn ætti séns á að komast í leikhús þó ekki væri nema einu sinni á ári. Ekki það að salurinn var fullur, en mikið af leikarabörnum og listafólksbörnum sem hugsanlega fá frímiða.

En ég og mín fjölskylda erum forréttindafólk, þó engir séu frímiðarnir, og næstu helgi erum við búin að kaupa miða á Gosa.


Bolludagur kom og fór. Hann Máni minn er fæddur á bolludag, en það árið var hann 5.mars.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að baka vatnsdeigsbollur eftir uppskrift Jóa Fel. En það mistókst herfilega - í bæði skiptin. Einmitt. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri að mistakast hjá mér og gerði aðra tilraun. Ég sver að það er eitthvað að þessari uppskrift.
Hljóp útí bakarí á sunnudeginum (enginn tími fyrir bolluát á mánudeginum...) en það var búið að loka. Bræðurnir í Kjötborg björguðu mér. Keypti þar heilan kassa af nýbökuðum bollum.


Birta er búin að vera veik meira og minna alla síðustu viku, með leiðinda flensu.

Logi tók þessa mynd af Birtu í hreiðrinu sem hún hafði búið til fyrir framan sjónvarpið sitt.
Missti af öskudeginum, samt ekki það versta sem getur komið fyrir í jafn leiðinlegu veðri... Hún er búin að horfa á Bratz myndina allavega 10x í þessum veikindum sínum. Yndislegt að sjá hvað augun í henni stækka þegar Bratzstúlkurnar fara inní fataskápana sína. LOL Já, gelgjan er skollin á.
Logi er hinsvegar búinn að vera eiturhress.

Hér náði ég mynd á símann minn þegar hann var búin að klifra uppá stofuborð og stökk beint á mig þar sem ég lá í sófanum. Honum datt náttúrulega ekki annað í hug en að mamma myndi grípa hann. OMTC. En auðvitað gerði hún það líka. Enginn meiddi sig. En vá hvað mér brá!! LOL

Birta er voða dugleg að skamma bróðir sinn og stjórna, en hún er líka voða dugleg að hrósa honum og knúsa. Hér fær hann góða meðferð. ;) Yndislegt að liggja undir feld þegar stormurinn hvín úti.


Að lokum, hvað haldið þið að mér hafi borist með pósti núna rétt í þessu!? Jú, tilkynning frá Securitas!

Og hver haldið þið að þetta sé fremst á myndinni með vasaljósið!? Jú! Hann Máni minn. Bolludagsfrumburðurinn.